FYRIRTÆKIÐ

Það geta allir verslað í versluninni Hótelrekstur  og heimili!  Verslunin er ekki einungis fyrir hótel !

Hótelrekstur og heimili er fyrirtæki er byggir á áralangri reynslu. Fyrirtækið leitast við að tryggja viðskiptavinum ábyggilega og persónulega ráðgjöf ásamt því sem boðið er upp á gæðavörur á góðu verði. Fyrirtækið býður upp á heildstæðar lausnir þannig að hægt sé að fá allt á einum stað.

Einungis eru í boði mjög vandaðar, endingargóðar og umhverfisvænar vörur sem koma frá Ítalíu, Þýskalandi og Englandi. Markmiðið er að tryggja gestum sem besta upplifun með gæðum og viðskiptavinum persónulega þjónustu.
Fyrirtækið hefur leitast við að gæðaprófa vörurnar í samstarfi við efnalaug og í framhaldi valið vörur er uppfylla kröfur um gæði, meðhöndlun og endingu.

Fyrirtækið býður upp á fjölbreytt vöruúrval, meðal annars Percale ofin sængurverasett, sængurverasett úr Maco-bómull, egypskri og indverskri bómull. Einnig býður fyrirtækið upp á fjölbreytta vörulínu, m.a. handklæði, sængur, kodda, hlífðardýnur, sloppa, inniskó, töskustanda, svefngrímur, servíettur, herðatré og baðvörur auk fjölda annarra vara.

Viðskiptavinir fyrirtækisins eru m.a. hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir og fleiri.

Scroll to Top