Skilmálar

Afhending vöru.  

Þegar verslað er  í netverslun Hótelreksturs getur þú valið um hvort þú viljir fá vöruna senda heim með Íslandspósti eða sótt hana í verslun Hótelreksturs að Hátúni 6a, 105 Reykjavík milli kl. 13-16 alla virka daga. Ef valið hefur verið að fá vörur sendar með Íslandspósti bætist sendingarkostnaður við skv. neðan greindum skilmálum. 

Höfuðborgarsvæðið: Hótelrekstur keyrir út og innheimtir sendingarkostnað skv. gjaldskrá sem getið er um við staðfestingu pöntunar í netverslun.  
Landsbyggðin: Hótelrekstur keyrir vörur til Íslandspósts án endurgjalds. Kaupandi greiðir flutningskostnað vöru sem kemur fram við vörukaup.   

Pantanir eru sendar með Íslandspósti innan tveggja virkra daga.  Ef pöntun er gerð um helgi eða á frídegi, er hún afgreidd og sett í póst næsta virka dag á eftir. Alla jafna tekur ferlið 2-4 virka daga og fer pakkinn á pósthús næst þínu heimili. 

Hótelrekstur áskilur sér rétt til að hætta við pöntun, t.d. ef vara reynist uppseld, vegna rangra verðupplýsinga og einnig ef hætt er að bjóða upp á vörutegundir. 

Skilaréttur  
Skilafrestur vara eru 14 dagar frá afhendingu hvort heldur sem keyptar hafa verið á vefsíðu okkar eða í verslun Hótelreksturs að Hátúni 6a, 105 Reykjavík. Hægt er að fá inneignarnótu gegn kvittun fyrir vörukaupum en einungis ef varan er í upprunalegum og óskemmdum umbúðum, ónotuð og óskemmd auk þess sem að allir fylgihlutir hennar séu meðfylgjandi. Nauðsynlegt er að framvísa vörureikningi fyrir kaupum.   
Starfsmenn Hótelreksturs munu meta ástand vöru og kanna hvort hún sé endursöluhæf. Hótelrekstur áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða endurgreiða vöru. Endurgreiðsla nær ekki til flutningskostnaðar sem fellur til við afhendingu eða vöruskila.  
Sérpöntuðum vörum fæst einungis skilað ef um galla er að ræða í viðkomandi vöru.

   
Verð  
Uppgefið verð í netverslun er með virðisaukaskatti.    

 Ábyrgðarskilmálar.  
Ábyrgð seljanda er í samræmi við lög þar að lútandi og skal berast okkur um leið og gallans verður vart. Ábyrgð á vörum sem seldar eru til einstaklinga er 2 ár frá afhendingardegi en vörur sem seldar eru til lögaðila 1 ár.  
Nauðsynlegt er að framvísa gögnum fyrir vörukaupum til að sannreyna ábyrgð á vöru.    
Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Hótelrekstur áskilur sér rétt til að sannreyna að um galla sé að ræða áður en endurgreiðsla eða útskipti eiga sér stað.  
Hótelrekstur ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða við flutning vöru hjá þriðja aðila. Ef kaupandi vill tryggja vöru sérstaklega fyrir flutning þarf það að koma skýrt fram við vörukaup.    

Röng afgreiðsla. 
Ef pöntun þín hefur ekki verið rétt afgreidd, vinsamlegast hafðu samband við okkur í síma 8221574 (mánudaga-föstudaga frá kl. 11:30-17:00) eða sendu okkur tölvupóst á netfangið hotelrekstur@hotelrekstur.is.   

Öryggi  
Hótelrekstur varðveitir ekki kreditkortanúmer sem gefin eru upp við kaup í netverslun. Þegar komið er að því að gefa upp kortaupplýsingar og ganga frá greiðslu er viðskiptavinur fluttur yfir á örugga greiðslusíðu hjá Borgun og upplýsingar eru ekki aðgengilegar fyrir óviðkomandi aðila. IP tala þín er skráð við greiðslu pöntunar. Þær upplýsingar ásamt persónuupplýsingum og upplýsingum um vörukaup gætu verið notaðar í tengslum við lögreglurannsókn vakni grunur um sviksemi eða misnotkun greiðslukorta.  

Persónuvernd  
Hótelrekstur deilir ekki persónugreinanlegum gögnum til þriðja aðila.  
Vefurinn okkar notast við Google Analytics og safnar það tól ópersónugreinanlegum gögnum s.s. hvaðan heimsóknin kemur, hversu lengi vefurinn var skoðaður og hvaða efni er mest skoðað. Þessi gögn eru nýtt til að greina heimsóknir á vefinn og gera upplifun notenda af honum enn betri.    

Trúnaður 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

 

Notkun á persónuuppplýsingum. 

Sendingar úr kerfi verslunar kunna að nota persónuupplýsingar s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunarinnar geta ætið afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.  

Annað  
Hótelrekstur áskilur sér rétt til að fella niður pöntun ef nauðsynlegt reynist undir einhverjum kringumstæðum, það gæti m.a. gerst vegna rangra verðupplýsinga í netverslun eða að vara er ekki lengur fáanleg hjá Hótelrekstri eða birgja. Viðskiptavinur er upplýstur um slíkt eins fljótt og verða má.     

Lög og varnarþing. 

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Hótelreksturs ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Lögheimili Hótelreksturs er í Garðabæ. 

 

Um fyrirtækið. 

Hótelrekstur 
Hátúni 6a 
105 Reykjavík 
kt. 581114-0360
hotelrekstur@hotelrekstur.is 

Scroll to Top