Silki sængurver 140×200

Hágæða 25 momme ( mælieining silkis er momme ) sængurver í stærð 140×200.

Silki má setja í þvottavél á hitastig 40 °.

Ef þið kjósið að fara með fallega silkið ykkar í þvottahús/efnalaug þá mælum við eindregið með Efnalauginni Björg Mjódd.

Silki er náttúrulegt efni úr próteinríkum þráðum sem stuðlar að eðlilegu rakajafnvægi húðarinnar og hársins.

Þar sem silkið er náttúrlegt efni er talað um að það andi og fylgir þar með líkamshita húðarinnar og varðveitir líkamshitann í kuldanum. Það hefur mikla rakaflytjandi eiginleika, ertir ekki viðkvæma húð og er ofnæmisfrítt.

Gæði silkisins mælist í ,,momme” sem er japönsk mæling á gæði og þyngd silkis en því hærri sem momme er því meiri gæði.

kr.43,900

Availability: 1 á lager

SKU 1020 Category

Hótelrekstur og heimili selur einungis silki í hæsta gæðaflokki eða A flokki, 25momme þar sem horft er til þess að þú átt ekkert betra skilið en það besta.

Allt lín sem selt er hjá Hótelrekstri og heimili hafa verið sérvalin með það að markmiði að þau séu hágæða, með vandaðan frágang og þoli langtíma þvott. Áður en vörur eru teknar til sölu fara þær í gegnum gæðastaðla hjá Efnalauginni Björgu í Mjódd, 68 ára fjölskyldufyrirtæki þar sem þekking og fagmennska er í fyrirrúmi enda tengjast eigendur Hótelreksturs og heimili þeirri efnalaug og hafa einnig áratuga reynslu. Hafa ber í huga við val á gæða sængurverum að þræðir eru mældir á 2,5cm x 2,5cm og á því bili komast varla fleiri þræðir fyrir nema 300 nema þá að þræðir séu klofnir sem gerir það að verkum að þræðirnir verða veikari.

Scroll to Top